Merkingar

Við erum sérfræðingar í merkingum. Við merkjum vinnufatnað, stuttermaboli, auglýsinga- og gjafavöru svo sem penna, töskur, golfkúlur, húfur og aðra smáhluti.

Þetta eru prentaðferðirnar okkar.

silkiprentun martex batik

Silkiprentun

Silkiprentun er algengasta aðferðin til merkingar á fatnaði. Það er aðferð sem býður upp á bestu möguleg gæði í prentun á boli og textilefni almennt og er jafnframt sú hagkvæmasta þegar um mikið magn er að ræða. Sérstakur fastur stofnkostnaður er við 1 .prentun, þ.e. filmuvinnsla, fjárfesting i álrömmum og lýsing á filmum í silkirammana, en eftir það er eingöngu minniháttar uppsetningakostnaður við hverja endurprentun. Fjöldi ramma og kostnaður fer alveg eftir fjölda lita í fyrirmynd eða vörumerki. Batik býður upp á hagkvæmustu prentmöguleika sem í boði eru í dag í silkiprentun, bæði þegar prenta þarf í litlu magni í handvirkri hringekju eða í meira upplagi í sjálfvirkum vélum.

Ísaumur í fatnað – bródering

Eins og nafnið vísar til er merkingin saumuð í efni fatnaðarins með hágæða tvinna. Merking sem gefur ákveðna dýpt og er flott í útliti, en kemur jafnframt í veg fyrir að litirnir dofni í þvotti með tímanum eða losni frá efninu. Ísaumur er sérstaklega góð fyrir merkingar á skyrtur og fínni poloboli, en einnig á fatnað úr efnum sem eru loðin að innanverðu, t.d. eins og „poverstretch“ teygjuefni og flísefni, en einnig fóðraðan fatnað. Þá er þetta langbesta aðferðin til merkingar á prjóna- og derhúfum. Merkingar á húfum er mjög góð og hagkvæm aðferð til að koma vörumerki eða skilaboðum til viðskiptavina sinna á áberandi hátt. Þá er Batik með umboð fyrir MyrtleBeach höfuðfatnað, trefla og fylgihluti, sem hefur mjög fjölbreitt vöruúrval á þessu sviði.

bródering
faerimynamerkingar martex batik

Færimyndamerkingar

Silkiprentun á pappír sem síðan er hitað á fatnað eða aðrar auglýsingavörur. Hagkvæm aðferð þegar viðskiptavinur þarf að láta prenta oft á ári, t.d á fatnað, lítið magn í einu. Eru þá prentaðar færimyndir í ákveðnu lágmarksmagni til merkingar til ákveðins langs tíma, t.d eins eða tveggja ára. Með því sparast ákveðin undirbúningskostnaður við hverja pöntun.
Einnig er hægt að prenta færimyndir stafrænt, „digital“. Þessi prentun er sérlega hagkvæm þegar grafíkin er fíngerð og margir litir í merkinu, en slík prentun fer ekki eins vel inn í efnið og í silkiprentinu og því hentugri til merkingar á litlum merkjum eins og vörumerkjum fyrirtækja og félagasamtaka. Hentugt til merkingar á húfum og íþróttabúningum, o.fl.

UV Prentun

Er stafræn hátæknileg prentun með útifjólubláu ljósi í mjög fjölhæfri sjálfvirkri prentvél. Býður upp á merkingar á allskonar auglýsingavörum, t.d. golfkúlum, pennum, símahylkjum, o.s.frv. Varan sem prenta á má ekki fara yfir 9 cm á hæð og þar að rúmast á prentfleti sem er 30cm *50 cm. Prentar á margskonar efni eins og plast, járn, tré, o.sfrv. Hægt er að velja um 3 mismunandi prentgæði, hámarks-, meðal- eða lágmarks prentþykkt og þannig er hægt að ná flottri, áberandi og upphleyptri hágæða prentun ef þess er óskað.

uv merking 2

Auglýsingavörur og merkingar

92414 150 logo

Fjölbreytt úrval

Martex-Batik hefur fram að færa fjölbreytt úrval af vönduðum auglýsingavörum sem henta fyrirtækjum af öllum stærðargráðum. Vörurnar eru sérvaldar af starfsfólki Batik með það að markmiði að bjóða aðeins það besta og vandaðasta hverju sinni. Hafðu samband og við finnum vöruna sem hentar þínum þörfum.

Pennar – Tæki og tól – Lyklakippur – Pokar – Töskur – Ferðalög og útivist – Stílabækur –  Sumarvörur – Gjafavara

Kíktu á úrvalið!

1
3
4

Við merkjum auglýsingavörur eftir þínum þörfum

Sendu okkur línu með þínum þörfum. Við getum merkt nánast hvað sem er svo sem fatnað, boli, penna, töskur, golfkúlur, húfur og aðra smáhluti.