Silkiprentun
Silkiprentun er algengasta aðferðin til merkingar á fatnaði. Það er aðferð sem býður upp á bestu möguleg gæði í prentun á boli og textilefni almennt og er jafnframt sú hagkvæmasta þegar um mikið magn er að ræða. Sérstakur fastur stofnkostnaður er við 1 .prentun, þ.e. filmuvinnsla, fjárfesting i álrömmum og lýsing á filmum í silkirammana, en eftir það er eingöngu minniháttar uppsetningakostnaður við hverja endurprentun. Fjöldi ramma og kostnaður fer alveg eftir fjölda lita í fyrirmynd eða vörumerki. Batik býður upp á hagkvæmustu prentmöguleika sem í boði eru í dag í silkiprentun, bæði þegar prenta þarf í litlu magni í handvirkri hringekju eða í meira upplagi í sjálfvirkum vélum.